28 January 2015

Pom pom dúskar

Pappírs dúskur, er það ekki bara falleg þýðing, veit ekki hvað pom pom er kallað á íslensku.

Hef lengi kunnað þetta enn aldrei nota þetta neitt að ráði, enn allavega hér eru smá leiðbeiningar.

POM POM

                        

Þetta þarftu að nota....

Servíettu:
skæri:


Dragðu servíettuna út til helming


byrjaðu svo að brjóta uppá hana, snúðu henni svo við brjóttu uppá hana þar, þetta endurtekur þú alla leiðina fram og til baka.


þegar þú ert búin að brjóta hana saman alla, klippur þú endan af henni sem er lokaður


svo notar þú endan til binda servíettuna saman, passaðu að binda hana saman alveg fyrir miðju, svo að það myndist slaufa.


Næst þarftu að taka servíettuna í sundur, þetta eru tveir helmingar og annar er sirkað 3 blöð sem þú getur náð í sundur, ein hliðin hefur 6 blöð sem myndar hálfa dúsk og  þú geri það sama fyrir hin helminginn á dúskinumsvo er bara að laga hana til.
Frozen afmæli

Afmæli 2015, Ísabella og Emilý fögnuðu afmælisdögum sínum saman, aðeins 8 dagar á milli þeirra, þær eru báðar fæddar í Janúar.


Þemað var löngu búið að panta af hálfu Ísabellu, Frozen vildi hún og Frozen var það.

Það var mikið pælt í hvernig afmæliskakan átti að vera og átti hún eftir að taka mörgum breytingum frá fyrstu gerð, fyrst átti þetta að vera kjólakaka með Elsu enn þar sem Elsa var uppselt á landinu gekk það ekki upp, svo að næst fórum við að leita af Frozen fígúrum enn þær voru líka uppseltar.

Svo að sykurmassinn var keyptur, enn það var samt ekki auðvelt að búa til fígúru úr honum, ég var ekki með réttu leiðbeiningarnar svo að ég mæli með að ef þið ætlið út í sykurmassann að fá góðar leiðbeiningar og nota Gum paste og sykurmassa saman svo að fígúrunar verði með fallegri áferð.

ég bjó til (Ljótan Ólaf) sem ég ætlaði að henda enn Ísabella hélt  nú ekki og fann þessa útgáfu af köku sem bara hentaði vel og við bjuggum hana til í sameiningu


4 svampbotnar í gulum, grænum. bláum og bleikum lit og smjörkrem á milli, kit kat allan hringinn og svo meira smjörkrem, nokkur sykurmassa snjókorn og litlir sykurpúðar og (1STK óLAF)

Og já ætla að skrá mig á námskeið hjá ALLT Í KÖKUR í mars (Fígúrugerð), hlakka mikið til.


Mesta snildinn er samt sú er að við frænkurnar og mamma + tengdó skiptumst á að baka fyrir hvor aðra þegar við höldum veislur, minna fyrir okkur að gera + við fáum fullt af nýju líka, mamma var tildæmis með 3 tegundir af sykurlausum kökum eða LKL. Dedda frænka kom með geggjaða heita rétti eins og amma Björk + skinkuhorn sem eru alltaf vinsæl.

Ég bauð uppá Banana pipp marengs köku, Fílakaramellu tertu, salthnetu köku, rice crispy með sykurpúðum sem er geggjað gott og gaman að breyta til og svo sykurpúða sem er dýpt í litað súkkulaði sem fæst í Allt í kökum, og ekki má gleyma jello, hlaup í plast glösum, ég varð að kaupa þetta þar sem mamma mín var alltaf með svona í mínu afmæli, fólk gerði samt mikið grín af þessu og hélt að þetta væri áfengisskot fyrir fullorðna.

Frozen skrautið, ég bjó til Pom pom úr bláum servíettum sem ég keypti í RL búðinni á undir 500 kr. Eins klippti ég út snjókorn og við  prentuðum og klipptum svo veifur  og Olaf.
Boðskortið sem ég bjó til í Photoshop
19 January 2015

Swirlydoos sketches/Skissur 2014


Hér koma 12 skissur sem ég hannaði á árinu 2014 fyrir http://swirlydoos.com/ 

Ég hanna eina skissu á mánuði fyrir mánaðarkittinn þeirra.

Endilega kíkið á http://swirlydoos.com/ og gerist áskrifandi af mánaðarkittinu þeirra.

13 January 2015

Pappírs stjarna

Falleg pappírs stjarna 
Það sem þú þarft í hana er...

- Skrapp pappír eða 12 tommu pappír (ég notaði 4 tommur".)
- blýantur
- skæri
- lím


næsta skref... brjóta blaðið saman, fyrir miðju og endurtakið aftur svo myndist kross.

Snúðu pappírnum svo yfir og brjóttu horn í horn.


Merktu svo inn á punkta með blýanti á brotið í pappírnum sirka fyrir miðju, gera það á öllum fjórum hliðum.
Klipptu svo upp að punkti frá brún, á öllum fjórum hliðum.


Svo er  að brjóta horn í horn á öllum hliðum.Svo er að líma brotin saman, passa að láta þau öll snúa í sömu átt

þá ættir þú að vera komin með svona 4 arma stjörnu.Ein hliðin er tilbúin, en þú þarft að endurtaka fyrri skref til að gera seinni hliðana á stjörnunni.


þá er að líma saman báðar hliðarnar og þá ertu komin með fallega pappírs stjörnu.
Winter wonderland

Tók nokkrar snjómyndir af stelpunum mínum í desember hér í dalnum.
Jóla kúlugerð


Glærar plastkúlur fást í flestum föndurverslunum.

Það sem þarf .... er

Plastkúla
Málingu
Svamp
Borða
Lím
Skraut

Hér er ég búin að dúmba glimmer málingu inní annan helming kúlunar
með svampi og leyfi því svo að þorna í svona sirkað klukkutima.

næst dúmba ég rauða litnum og leyfi honum svo að þorna og fer svo aðra umferð með honum.næsta skref er svo að skera út hring á pappír til að skrappa á, getur teiknað eftir kúlunni eða notað coluzze mót.
Næsta er svo að pússa hringinn með sandpappír eða naglaþjöl til að hann passi inní kúluna.núna er hægt að leika sér með hringinn og skrappa/skreyta eitthvað fallegt á hann til að setja inní kúluna.næst er svo að koma pappírs hringnum inní kúluna og loka henni,
svo er að setja fljótandi lím allan hringinn í kringum kúluna,
á samskeytunum og setja svo borðan ofaná límið.

svo er bara skreyta kúluna að ofan eða bara setja í hana borða.