13 January 2015

Pappírs stjarna

Falleg pappírs stjarna 
Það sem þú þarft í hana er...

- Skrapp pappír eða 12 tommu pappír (ég notaði 4 tommur".)
- blýantur
- skæri
- lím


næsta skref... brjóta blaðið saman, fyrir miðju og endurtakið aftur svo myndist kross.

Snúðu pappírnum svo yfir og brjóttu horn í horn.


Merktu svo inn á punkta með blýanti á brotið í pappírnum sirka fyrir miðju, gera það á öllum fjórum hliðum.
Klipptu svo upp að punkti frá brún, á öllum fjórum hliðum.


Svo er  að brjóta horn í horn á öllum hliðum.Svo er að líma brotin saman, passa að láta þau öll snúa í sömu átt

þá ættir þú að vera komin með svona 4 arma stjörnu.Ein hliðin er tilbúin, en þú þarft að endurtaka fyrri skref til að gera seinni hliðana á stjörnunni.


þá er að líma saman báðar hliðarnar og þá ertu komin með fallega pappírs stjörnu.
No comments:

Post a Comment