28 January 2015

Frozen afmæli

Afmæli 2015, Ísabella og Emilý fögnuðu afmælisdögum sínum saman, aðeins 8 dagar á milli þeirra, þær eru báðar fæddar í Janúar.


Þemað var löngu búið að panta af hálfu Ísabellu, Frozen vildi hún og Frozen var það.

Það var mikið pælt í hvernig afmæliskakan átti að vera og átti hún eftir að taka mörgum breytingum frá fyrstu gerð, fyrst átti þetta að vera kjólakaka með Elsu enn þar sem Elsa var uppselt á landinu gekk það ekki upp, svo að næst fórum við að leita af Frozen fígúrum enn þær voru líka uppseltar.

Svo að sykurmassinn var keyptur, enn það var samt ekki auðvelt að búa til fígúru úr honum, ég var ekki með réttu leiðbeiningarnar svo að ég mæli með að ef þið ætlið út í sykurmassann að fá góðar leiðbeiningar og nota Gum paste og sykurmassa saman svo að fígúrunar verði með fallegri áferð.

ég bjó til (Ljótan Ólaf) sem ég ætlaði að henda enn Ísabella hélt  nú ekki og fann þessa útgáfu af köku sem bara hentaði vel og við bjuggum hana til í sameiningu


4 svampbotnar í gulum, grænum. bláum og bleikum lit og smjörkrem á milli, kit kat allan hringinn og svo meira smjörkrem, nokkur sykurmassa snjókorn og litlir sykurpúðar og (1STK óLAF)

Og já ætla að skrá mig á námskeið hjá ALLT Í KÖKUR í mars (Fígúrugerð), hlakka mikið til.


Mesta snildinn er samt sú er að við frænkurnar og mamma + tengdó skiptumst á að baka fyrir hvor aðra þegar við höldum veislur, minna fyrir okkur að gera + við fáum fullt af nýju líka, mamma var tildæmis með 3 tegundir af sykurlausum kökum eða LKL. Dedda frænka kom með geggjaða heita rétti eins og amma Björk + skinkuhorn sem eru alltaf vinsæl.

Ég bauð uppá Banana pipp marengs köku, Fílakaramellu tertu, salthnetu köku, rice crispy með sykurpúðum sem er geggjað gott og gaman að breyta til og svo sykurpúða sem er dýpt í litað súkkulaði sem fæst í Allt í kökum, og ekki má gleyma jello, hlaup í plast glösum, ég varð að kaupa þetta þar sem mamma mín var alltaf með svona í mínu afmæli, fólk gerði samt mikið grín af þessu og hélt að þetta væri áfengisskot fyrir fullorðna.

Frozen skrautið, ég bjó til Pom pom úr bláum servíettum sem ég keypti í RL búðinni á undir 500 kr. Eins klippti ég út snjókorn og við  prentuðum og klipptum svo veifur  og Olaf.




Boðskortið sem ég bjó til í Photoshop








No comments:

Post a Comment